Morðið á Hannesi Þór Helgasyni
- Birta Guðlaug Sigmarsdóttir
- May 29, 2015
- 3 min read

Sunnudaginn 15. ágúst 2010 11:33 barst lögreglu tilkynning um að Hannes væri látinn á heimili sínu í Háabergi 23 í Hafnarfirði. Hildur unnusta Hannesar hafði komið að honum og ljóst var að um manndráp var að ræða. Gunnar Rúnar Sigurbjörnsson var handtekinn mánudaginn 16. ágúst og yfirheyrður. Þá var gerð heimilisleit á heimili hans. Gunnar neitaði sök og var honum sleppt því ekki voru nóg sönnurnargögn. Rannsókn lögreglu og leit af hinum morðingja Hannesar var umfangsmikil og fjöldi manna yfirheyrður. Gunnar var svo handtekinn aftur 26. ágúst 2010 eftir að í rannsókn lögreglu kom í ljós að skófar sem fannst á vettvangi samsvaraði skó Gunnars. Gunnar neitaði sök hjá lögreglu og var deginum eftir 27.ágúst 2010 útskurðaður í gæsluvarðhald.
Við rannsókn lögreglu á bíl Gunnars fundust blóðleifar í skottinu. Þá kom í ljós að á myndbandi úr öryggismyndavél við Hafnarfjarðarbryggju, að morgni 15. ágúst 2010, sést að Gunnar sé að sækja eitthvað í skottið á bílnum sínum og henda því undir bryggjuna. 4. september 2010 barst lögreglu svo tilkynning frá tveimur unglingspiltum um að þeir hafa fundið hníf í Hafnarfjarðarhöfn 1. september 2010, á rampi við siglingaklúbb. Fannst einnig hans Gunnars sama dag.
Gunnar sagði frá í skýrslutöku 7. september að hann hafi banað Hannesi. Gunnar hefði farið í bíltúr laugardagskvöldið 14. ágúst í nágrenni heimili Hannesar. Um miðnætti hafði hann lagt bílnum við 10/11 í Setbergshverfinu og gengið um hverfið. Hann sagðist hafa reynt að stoppa sig, en hann var með hníf með sér og var að velta því fyrir sér hvort hann ætti að drepa Hannes eða ekki. Hann sagðist hafa pælt í því lengi hvort hann ætti að drepa Hannes, en hefði alltaf stoppað sig af. Samt hafði Gunnar alltaf gengið lengra og lengra. Þetta kvöld hafði Gunnar stoppað sig af og hann vissi að það væri enginn heima hjá Hannesi. Þá fór hann niðu í miðbæ Reykjavíkur að fá sér í glas. Hildur hafði síðan hringt í hann klukkan 2 um nóttina og viljað hitta hann. Þau fóru saman á milli skemmtistaða og drukkið áfengi. Seint um morguninn var Hildur orðin mjög ölvuð og Gunnar hafði reynt að koma henni í leigubíl heim til Hannesar en það hefði veri svo löng biðröð eftir leigubíl. Svo að hann ákvað að keyra með hana þrátt fyrir að vera ölvaður sjálfur og tók Hildi með heim til sín. Þegar þangað var komið hafði Gunnar lagt Hildi í sitt rúm og hann lagst í sófann. Gunnar sagðist hafa skipt um föt og farið síðan að keyra að Setberginu og lagt bílnum við leikskóla. Þar fór hann í úlpu sem var í skottinu, sett á sig hettu og tók poka með dótinu sínu. Hann gekk síðan upp stíg og upp við ljósastaur hefði hann sett poka á fætur sína og límt fyrir. Svo setti hann á sig latexhanska og tók hnífinn upp. Gunnar sagðist vita að bílskúrshurðinn hafði aldrei verið læst og fór þar inn. Hann gekk upp stigann og inn til Hannesar þar sem hann lá sofandi í rúminu sínu. Gunnar sagðist hafa staðið þarna í nokkrar mínútur og svo stakk hann Hannes beint í bringuna. Hann stakk hann Tvisvar og svo rauk ahnn upp og fór að hlaupa út um hurðina og svo stakk hann Hannes í hálsin og hann datt fram fyrir sig og svo stakk Gunnar Hannes nokkru sinnum og hljóp hann útum bílskúrnum og losaði sig við öll sönnurnar gögnin. Gunnar fór síðan aftur heim til sín og inn til Hildar og Kyssti hana á munnin, hann lagðist síðan uppí sófa og fór að horfa á teiknimyndirmeð litla bróðir sínum. Þegar Hildur vaknaði bauð Gunnar henni frá heim og hún þáði það þegar þau voru kominn fyrir utan spurði hann hvort hann ætti að fara með henni inn en hún afþakkaði, þegar inn var komið var hræðileg sjón sem Hildur sá rauk hún þá út þar sem mágur Hannesar var að keyra inn í hlað og hringdi hann þá í sjúkrabíl.
Gunnar var talinn ósakhæfur og var dæmdur af Héraðsdómi Reykjanesar að hann skuli vera í öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Hæstiréttur taldi hann vera sakhæfan vegna þess að hann hafði planað þetta lengi og vel og var hann dæmdur í 16 ára fangelsisvistun.
Comentarios