top of page
Search

Hrottalegt morð á Grenimel

  • Birta Guðlaug Sigmarsdóttir
  • May 28, 2015
  • 1 min read

11329559_937785486241545_1325303175_n.jpg

Hans Fritz Joachim Arnold Wiedbusch (1936-1981), þýskur blómaskreytingarmaður fannst látinn á heimili sínu 18. september árið 1981. Hann hafði fyrr um kvöldið farið á skemmtistaðinn Óðal á Austurvelli. Þar hitt hann mann sem hét Gestur Guðjón Sigurbjörnsson (1953-1999) endaði kvöldið með því að Hans bauð Gesti heim með sér. Gestur var nýlega greindur með geðsjúkdóma og taugasjúkdóma og var ný kominn af geðdeild Landspítalans þegar hann hitti Hans. Þegar þeir voru komnir heim heim til Hans drukku áfengi þeir og neyttu marijuana. Gestur sagðist vera orðinn þreyttur og vilja fara heim til sín. Hans hins vegar vildi að hann myndi gista og gaf honum tvær svefntöflur til að hjálpa honum að sofa. Skyndilega vaknaði Gestur við það að Hans væri að stunda við hann kynmök og brá honum mjög. Fór hann inn á baðherbergi en þar fann hann skæri sem hann notaði meðal annar við að myrða Hans. Gestur sagðist hafa hugsað strax og hann vaknaði og varð var við það sem var að gerast, og að hann yrði að ganga frá Hans. Gestur var dæmdur í 12 ára fangelsisvistar, en til refsilækkunar var það að atburðurinn varð Gesti að töluverðri geðshræringu og að ásetningur til manndráps var ekki fyrir hendi áður. Hins vegar fannst dómurunum að eftir að ásetningur myndaðist hafi aðfarirnar verið hrottalegar, það hafi ekkert komið í veg fyrir að Gestur klæddi sig og færi.

 
 
 

Comentarios


Featured Posts
Recent Posts
Search By Tags
bottom of page