top of page

Viðtal við Bylgju Hrönn Baldursdóttir rannsóknarlögreglu.

Við fórum og tókum viðtal við hana Bylgju Hrönn Baldursdóttur þann 27 maí síðast liðinn þar sem hún svarað nokkrum spurningum í tengslum við morðrannsóknir og manndráp á íslandi. Viðtalið  var tekið á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Viðtalið var tekið í tengslum við Lokaverkefni í grunnskóla.

STARF
RANNSÓKNARLÖGREGLUNAR

 

Í hverju felst starfið þitt? "Rannsóknum á sakarmálum, manndrápum, kynferðisbrotum og grófum líkamsárásum."
 

Hvers konar þjálfun hefur þú fengið við rannsókn morða? "Ég hef ekki hlotið sérstaka þjálfun í rannsóknum á manndrápum en ég hef farið á rannsóknarlögreglumannsnámskeið.  Einnig hef ég lært yfirheyrslutækni."

MORÐRANNSÓKN

 

Hefur þú komið á manndrápsvettvang?

Já ég hef komið á nokkra manndrápsvettvanga.

 

hver eru þín fyrstu viðbrögð þegar  þú kemur að manndrápsvettvang?

 Fyrstu viðbrögð eru alltaf að reyna að ná heildarsýn yfir vettvang og tryggja að vettvangi verði ekki spillt.

 

Getur þú lýst ferlinu yfir morðrannsókn, hvernig gengur þetta fyrir sig?


Áður en rannsóknarlögreglumenn eru kallaðir á vettvang er útkallslögregla yfirleitt komin á vettvang.  Þeir lögreglumenn reyna að sjá til þess að vettvangi verði ekki spillt meira en orðið er, handataka grunaða (ef þeir eru á staðnum) og þurfa að gera aðkomuskýrslu um málið þegar þeir losna af vettvangi.  Rannsóknardeild er kölluð út ásamt Tæknideild og mikil vinna hvílir á Tæknideild á svona vettvöngum.  Við sem svo rannsökum manndrápið sem slíkt, sjáum um að taka skýrslur af vitnum, ef einhver eru, og að yfirheyra sakborning auk þess sem við öflum allra gagna sem mögulegt er að fá og gætu tengst brotinu.  Við fáum öll gögn frá Tæknideild þegar þau eru tilbúin og þurfum oftar en ekki að taka fleiri skýrslur af sakborning heldur en þá fyrstu, allt eftir eðli máls. Rannsóknin tekur mislangan tíma, allt eftir eðli máls og hversu vel gengur að afla þeirra gagna sem þurfa að fylgja málinu. 

ALMENNT UM MANNDRÁP Á ÍSLANDI

Er mikið um manndráp á íslandi? "Meðaltalið segir að um 2 manndrápsmál séu rannsökuð á ári."


Eru manndráp flokkuð á einhvern hátt?

Ekki þá nema manndráp annars vegar og manndráp af gáleysi hins vegar.


Eru sum morð algengari en önnur?(t.d. ástríðumorð, morð af gáleysi)?

Algengara er að manndráp séu ekki framkvæmd af yfirlögðu ráði.  Algengustu manndrápin tengjast flest á einhvern hátt fíkniefnaneyslu og/eða áfengisneyslu og eiga sér stað þegar fólk er langt leitt í neyslu.


Eru gerðar margar tilraunir að morðum á Íslandi?

Þær eru margfallt fleiri heldur en flestir halda.

 

Er gerandi í mörgum tilfellum undir áhrifum vímuefna eða áfengis?

Oftar en ekki eru um fíkniefnaneyslu og/eða áfengisneyslu að ræða.


Hver eru tengsl milli geranda og þolanda?

Þau/þær/þeir þekkjast í gegn um neyslu eða tengjast á einhvern hátt fjölskylduböndum.

bottom of page