
Hver er saga morða á Íslandi ?
AXLA BJÖRN EINI RAÐMORÐINGI ÍSLANDS.
Björn Pétursson , kallaður Axlar-Björn, var maður sem bjó á Öxl í Breiðuvík á Snæfellsnesi og var hann þekktasti fjöldamorðingi Íslands, þó það komi hvergi framm hversu marga hann myrti. Björn var tekinn af lífi fyrir fjöldamörg morð sem hann framdi. Þegar móðir Björns bar hann undir belti var hun með undrandi mikla löngun í mannsblóð, faðir Björns sem hét Pétur dró úr sér blóð úr fætinum og gaf konu sinni sem minkaði löngun hennar .Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir hvað fylgdi á eftir blóðdrykkju Sigríðar móður Björns. „Þegar þessari ílöngun var stillt barst konu þessari í drauma ýmis óhæfa sem ekki er á orði hafandi og gat hún þess við vinnukonu sína að hún væri hrædd um að barn það sem hún gengi með mundi verða frábrugðið í ýmsu öðrum mönnum og gott ef það yrði ekki einhver óskapaskepna.“ Ekkert var samt í fyrstu að Björn væri eitthvað öðruvísi en hinir krakkanir.
Pétur faðir Björns var að vinna hjá Ormi á Knerri hinum ríka og þeir voru góðir vinir. Ormur tók svo Björn í fóstur þegar hann var fimm ára. Voru það samt sumir sem sögðu um hann Orm: Enginn er þó verri, en hann Ormur á Knerri. Björn þroskaðist fljótt eftir að hann kom til Orms. En dulur var hann í skapi og harðlyndur. Á Axlarhyrnu fann Björn öxina sem hann nýtti sér síðar í að murka lífið ú fórnalömbum sínum. Nokkrum árum seinna lést hann Ormur Guðmundur bjó á Knerri eftir það. Hann varð ríkari og mikið valdamikill en Ormur. Hann byggði fyrir fósturbróðir sinn Björn Axlarland. Þar bjó hann síðan með eiginnkonu sinni Steinunni. Hvað hann Björn myrti marga var aldrei fengið að vita, en í þjóðsögum Jón Ársnasonar seigir að hann hafi viðurkennt 18 morð fyrir Jóni lögmanni á Arnarstappa það var stuttu eftir að hann var handtekinn en aðrar heimildir seigja að þær hafa verið færri og svo þær sem seigja að þær hafa verið mun fleiri.
Björn og Steinunn voru dæmd til dauða árið 1596. Dauðadæming Steinnunar var frestað vegna þess að hun var talinn vanfær. Seinna eftir það eignaðist hún son sem hér Sveinn kallaður skotti. Hann var jafn illskur og faðir sinn og var sjálfur dæmdur fyrir marga glæpi og var svo hengdur í Rauðuskörðum 1648.Dauði Axlar-Björns var í samræmi við hvernig hann lifði. Fyrst voru útlimir hans barðir með trésleggju. Þegar það var afstaðið var Björn hálshögginn og þar á eftir brytjaður niður og einstakir hlutar úr líkama hans festir upp á stengur, þar á meðal höfuðið. Áður en það var gert voru þó kynfærin skorin af líkinu og þeim hent í kjöltu Steinunnar konu hans sem horfði á aftöku bónda síns.
Eins og fyrr sagði var Sveinn sonur Bjarnar hengdur fyrir glæpi sína. Sonur Sveins, Gísli fékk sömu örlög. En er morðæði Björns í öllum afkomendum hans? Samkvæmt talningu úr gagnagrunni Íslendingabókar eru kunnir afkomendur hans um það bil 20.000 núlifandi Íslendingar. Þeir semvilja vita að því hvort blóð Björns rennur þeim í æðum þeirra geta farið inn á Íslendingabók og skráð „Björn Pétursson“ í reitinn fyrir nafn efst á skjánum og „um 1545“ í reitinn fyrir fæðingardag. Hvort lengra er haldið verður hver og einn að eiga við sjálfan sig.
